Kvíðameðferðarstöðin 

Um okkur

Markmið okkar er að veita eins árangursríka meðferð við kvíða fyrir fullorðna og völ er á, efla aðgengi fólks að sálfræðimeðferð og stuðla að framþróun rannsókna á sviði kvíðaraskana. Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl, hópmeðferð, fræðsluerindi og þjónustu við fyrirtæki. Við erum í nánu samstarfi við Litlu Kvíðameðferðarstöðina sem sinnir meðferð barna og ungmenna.

TILKYNNINGAR

Náðu tökum á þunglyndi

0
0
Hópmeðferð sem hefst 11. mars. Þunglyndi er með algengari vandamálum sem fólk glímir við og einkennist af depurð eða áhugaleysi, þreytu, svartsýni, lífsleiða, breyttri matarlyst og of- eða vansvefni. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein öflugasta meðferðin við þunglyndi og dregur mest allra [...]