Tölum saman er fjarþjónusta Kvíðameðferðarstöðvarinnar þar sem hægt er að sækja greiningu og meðferð hjá sálfræðingum Kvíðameðferðarstöðvarinnar í myndfundum með auðveldum og öruggum hætti í gegnum internetið en forritið sem er notað til þess heitir Karaconnect.

Hafir þú áhuga á því að bóka fjarviðtal hjá sálfræðingi skaltu fara inn á eftirfarandi hlekk Panta tíma og taka fram að þú sért að óska eftir fjarviðtali.

Haft verður samband við þig símleiðis til þess að bóka tíma þegar röðin kemur að þér. Þá verður þú beðin(n) um að nýskrá þig með rafrænum skilríkjum hjá karaconnect í gegnum hlekk sem þú færð sendan. Þegar viðtal við sálfræðinginn er um það bil að hefjast skráir þú þig inn á heimsvæðið þitt hjá karaconnect og ferð inn í myndfundinn með einum smelli og hittir sálfræðinginn þinn.

Vakni spurningar vegna þessa er þér bent á að hafa samband með tölvupósti á kms@kms.is.