Náðu tökum á félagskvíða

Finnur þú fyrir feimni, kvíða eða óöryggi meðal fólks? Áttu erfitt með að slaka á og njóta þín í samskiptum? Hefurðu áhyggjur af áliti annarra? Kvíðirðu fyrir því að koma fram eða tjá þig í margmenni?

Félagskvíði er vandamál sem margir glíma við. Þessi sjálfshjálparbók er byggð á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og hvílir á traustum grunni rannsókna. Hér má læra með markvissum hætti að breyta viðbrögðum sem ala á félagskvíða. Um leið hjálpar bókin fólki að efla sjálfstraust sitt og bæta samskipti, kynnast öðrum og eignast félaga. Hún er einnig gagnleg fyrir alla sem vilja styðja aðra sem eiga við slík vandamál að stríða, svo sem foreldra barna sem kljást við félagskvíða.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir er sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er með sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði. Sóley hefur sérhæft sig í meðhöndlun kvíðaraskana og þróað ásamt samstarfsfélögum öfluga meðferð við félagskvíða. Árið 2014 sendi hún frá sér bókina Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum sem nú hefur verið endurútgefin.

Bókin kostar 3.990. Kaupa bókina

Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum

Þessi sjálfshjálparbók á erindi til allra sem vilja draga úr kvíða, streitu og áhyggjum í daglegu lífi. Stór hluti fólks finnur reglulega fyrir kvíða og þriðji hver maður glímir við kvíðavandamál. Í bókinni eru veitt fljótvirk ráð á sviði hugrænnar atferlismeðferðar sem borið hefur sérlega góðan árangur við kvíða. Í fyrri köflum bókarinnar er veitt fræðsla um kvíðaviðbragðið og helstu birtingarmyndir kvíða, og gefst lesendum færi á að kortleggja kvíðann hjá sér. Farið er yfir viðbrögð sem viðhalda kvíða og útskýrt ríkulega með dæmum. Í síðari köflum bókarinnar eru veittar nákvæmari leiðbeiningar um hvernig sigrast megi á algengustu formum kvíða, svo sem kvíðaköstum, áhyggjum, þráhyggju og áráttu, fælni og félagskvíða.

Höfundurinn, Sóley Dröfn Davíðsdóttir, er forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar og formaður félags um hugræna atferlismeðferð. Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði.

Umsögn um bókina

Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur miðlar skilningi og umhyggju til þeirra sem eru þjakaðir af kvíða og fælni. Í bókinni sýnir hún með fræðslu og leiðsögn hvernig hugræn atferlismeðferð virkar. Hún bendir á aðferðir, tekur skýr dæmi og lýsir því hvernig fólk getur sjálft tekist á við kvíða sinn. Í kjölfarið verða til farsælar lausnir á því að takast á við lífið og kvíðann sem því fylgir. Það eflir sjálfstraustið. Auk þess að vera fagleg er bókin líka skemmtileg aflestrar. Ég mæli hiklaust með henni.

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur.

Bókin kostar 3.700 krónur. Kaupa bókina

Hér má finna skráningarblöð bókarinnar Skráningarblöð2

Náðu tökum á þunglyndi

Þunglyndi hefur áhrif á alla tilveru okkar: Líðan, svefn, matarlyst og orku, hugsun og gjörðir, minni, áhuga og tengsl við aðra.

Öll verðum við döpur öðru hverju og margir kljást við þunglyndi á lífsleiðinni. Við reynum eftir bestu getu að vinna bug á því en hetjuleg barátta okkar getur haft öfug áhrif og orðið til þess að við sökkvum dýpra. Hér er rakið hvernig má ná meiri og varanlegri árangri með því að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og núvitundar til að rjúfa vítahring þunglyndisins. Fjallað er um einkenni og orsakir þunglyndis, hvernig við getum orðið virkari, hugað betur að eigin þörfum og haft áhrif á hugarfar, dregið úr grufli, eflt lífslöngun og bætt tengsl við aðra. Einnig er rætt um svefnleysi, örlyndi og kulnun.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er með sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði. Hún hefur áður sent frá sér bækurnar Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum og Náðu tökum á félagskvíða.

Bókin kostar 4.000. Kaupa bókina

Náðu tökum á þunglyndi