Ofurhugar með ADHD – Fræðslu og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir fullorðna með greint eða ógreint ADHD

Forsíða / Fréttir / Ofurhugar með ADHD – Fræðslu og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir fullorðna með greint eða ógreint ADHD

ADHD dregur úr sjálfstrausti enda veldur vandinn usla á ýmsum sviðum lífsins. Á þessu átta vikna námskeiði er veitt fræðsla um einkenni ADHD á fullorðinsárum, kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna á einkennum og styrkja sjálfsmyndina.

Fólk þarf ekki að hafa fengið formlega greiningu á ADHD til þess að sækja námskeiðið, aðeins telja slík einkenni vera til vandræða.

ADHD er þrálátur vandi en með sálfræðimeðferð má finna leiðir til að draga úr hömlun einkenna, bæta líðan og sjálfstraust.

Næsta námskeið hefst mánudaginn 16. september 2024, kl. 12:45 – 14:45, kostar 92.000 krónur og stendur yfir vikulega í átta vikur. Stéttarfélög kunna að koma að niðurgreiðslu námskeiðsins. Skráning á námskeiðið fer fram með því að senda póst á kms@kms.is eða með því að hafa samband í síma 534-0110.