Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein tegund sálfræðimeðferðar. HAM hefur í gegnum áratugina mikið verið rannsökuð við ýmsum sálrænum vanda. Niðurstöður sýna að HAM gefst sérlega vel við að ná tökum á kvíðaröskunum og þunglyndi. Á Kvíðameðferðarstöðinni er HAM helsta meðferðarformið sem við beitum en stundum eiga önnur form sálfræðimeðferða betur við, allt er þetta háð vanda viðkomandi.

Í stuttu máli gengur hugræn atferlismeðferð út á að skoða samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga hjá hverjum og einum, en lykillinn að því að ná tökum á kvíðaröskunum liggur einmitt í þessu samspili.  Í framhaldi af því er fólki svo kennt að hafa áhrif á þetta samspil með því að gera margs konar tilraunir og æfingar með það fyrir augum að bæta líðan og auka lífsgæði.

  • Einstaklingsviðtal/greiningarviðtal
    Ef þú hefur áhuga á að bóka greiningarviðtal hjá sálfræðingum okkar til að meta vandann og kanna hvort hugræn atferlismeðferð henti þínum vanda smelltu þá hér