Vinnustofur fyrir fagfólk um dauðakvíða og sértæka fælni við uppköst

Forsíða / Fréttir / Vinnustofur fyrir fagfólk um dauðakvíða og sértæka fælni við uppköst

Okkur er sönn ánægja að greina frá því að enginn annar en David Veale geðlæknir ætlar að bjóða upp á tvær spennandi vinnustofur föstudaginn 14. apríl í samstarfi við Kvíðameðferðarstöðina fyrir sálfræðinga, geðlækna og annað geðheilbrigðisstarfsfólk.
Á fyrri vinnustofunni (frá kl. 9:00-12:00) verður fjallað um hugræna atferlismeðferð við sértækri fælni við uppköst.
Á seinni vinnustofunni (frá kl. 13:00-16:00) verður fjallað um hugræna atferlismeðferð við dauðakvíða sem gagnast m.a. við meðhöndlun heilsukvíða, þráhyggju-árátturöskunar eða sértækrar fælni.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á sigurbjorg@kms.is fyrir 7. apríl 2023.
Verð fyrir eina vinnustofu er 24.500 krónur en fyrir báðar 39.500 krónur.

Hér má sjá nánari upplýsingar um David Veale og vinnstofurnar: Dauðakvíði DV.