Rannsókn: Athugun á eiginleikum tveggja spurningalista sem meta ælufælni

Forsíða / Tilkynningar / Rannsókn: Athugun á eiginleikum tveggja spurningalista sem meta ælufælni

Auglýst er eftir þátttakendum í rannsókn sem felst í að hitta sálfræðinema/sálfræðing í greiningarviðtali og að auki að svara nokkurm spurningalistum.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna eiginleika tveggja spurningalista sem meta einkenni ælufælni. Kannað verður hvort spurningalistarnir greini á mili þeirra sem greinast með ælufælni og þeirra sem gera það ekki. Einnig verður kannað hvort tengsl séu á milli einkenna ælufælni og annarra skildra vanda og verður það gert með niðurstöðum greiningarviðtals og sjálfsmatsspurningalista. Það tekur þátttakendur um 70 til 90 mínútur að klára viðtal við sálfræðing og að svara öllum spurningunum.

Áhugasamir get sent póst á Söndru Steinunni Fawcett meistaranema í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands; ssf7@hi.is