Viltu taka þátt í rannsókn á ælufælni?

Forsíða / Fréttir / Viltu taka þátt í rannsókn á ælufælni?

Hafin er rannsókn á ælufælni sem er mikilvægur líður í bættri þjónustu við þá sem glíma við þennan hamlandi vanda. Því værum við afar þakklát ef þú sæir þér fært að taka þátt. Allir sem náð hafa 18 ára aldri geta tekið þátt í rannsókninni, óháð því hvort þeir hafa einhvertíman talið ælufælni vera vandamál hjá sér eða ekki. Ekki er greitt fyrir þátttöku.

Hvað er gert í rannsókninni?
Markmið rannsóknarinnar er að kanna eiginleika tveggja spurningalista sem meta einkenni ælufælni. Einnig verður kannað hvort tengsl séu á milli einkenna ælufælni og annarra skyldra vanda og verður það gert með sjálfsmatsspurningalistum sem svarað er á netinu. Það tekur þátttakendur um 10 til 12 mínútur að svara öllum spurningunum.

Hvernig tek ég þátt?

Slóð á spurningakönnunina er hér: https://dop.questionpro.com/t/AR84LZkvVC.

Á forsíðu könnunarinnar eru nánari upplýsingar um rannsóknina og aðstandendur hennar.