Valkyrjur- valdefling fyrir konur sem hafa verið í ofbeldissambandi

Forsíða / Hópmeðferð / Valkyrjur- valdefling fyrir konur sem hafa verið í ofbeldissambandi

Næsti hópur hefst miðvikudaginn 13. mars klukkan 13:00 – 15:00.

Um hópmeðferðina

Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eru oft með brotna sjálfsmynd eftir sambandið. Oft eiga þær erfitt með að setja mörk, standa á sínu og þekkja muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samskiptum. Á þessu námskeiði verður mikil áhersla lögð á að læra að setja mörk og að þekkja rauðu flöggin í samskiptum. Einnig verður fræðsla um áfallastreitu, gaslýsingu, ofbeldi, birtingarmynd þess og áhrif. Aðferðirnar sem kenndar verða byggjast á hugrænni atferlismeðferð og núvitund. Lesefni verða valdir kaflar úr bókinni Styrkur og sátt. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Kristjana Þórarinsdóttir og Hrund Teitsdóttir, báðar sálfræðingar í áfallateymi Kvíðameðferðarstöðvarinnar. 

 

Fyrirkomulag og kostnaður:

Hópmeðferðin fer fram í 8-10 manna hóp og mun hópurinn hittast vikulega í tvo tíma í senn, í níu skipti alls. Hópmeðferðin fer fram í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Áður en meðferð hefst hitta sálfræðingar KMS sérhvern þátttakanda í einstaklingsviðtali þar sem vandinn er kortlagður og lagt mat á hvort meðferðarúrræðið muni henta viðkomandi eða hvort önnur úrræði muni koma að meira gagni.

Einstaklingsviðtal er ekki innifalið í meðferðarkostnaði (kostar 20.000kr) og er þar um að ræða sálfræðilegt mat og kortlagningu á vandanum. Þátttaka í þessari 18 klst hópmeðferð kostar 109.000 krónur.

Ath. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa komið að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.

Skráning og frekari upplýsingar

Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bóka einstaklingsviðtal fyrir þessa hópmeðferð. Vinsamlegast tilgreindu í dálkinum skilaboð að þú óskir eftir þessari tilgreindu meðferð.

Ef þörf er á frekari upplýsingum um hópmeðferðina má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110 (milli kl. 9-12) eða senda tölvupóst á kms@kms.is