Styrkur og sátt – sjálfstyrking

Forsíða / Hópmeðferð / Styrkur og sátt – sjálfstyrking

Næsti hópur hefst miðvikudaginn 17. janúar frá 15:00 til 17:00.

Um hópmeðferðina:

Gott sjálfstraust felst í því að vita hver maður er og hvað maður getur, sama hvað á gengur, og í því að vera sáttur við sjálfan sig.

Í meðferðinni verður fjallað um sjálfsmat, hvað það er og hvaða aðferðir hægt er að nota til að bæta það. Aðferðirnar sem kenndar verða byggjast á hugrænni atferlismeðferð.

Í meðferðinni læra þátttakendur að tileinka sér nýja sýn á hugsanir sínar, tilfinningar og hegðun. Markvisst verður unnið með hverjum og einum að því að gera breytingar til að bæta sjálfsmat og líðan. Sérstaklega verður farið í samskipti, hvernig best sé að taka gagnrýni, leysa ágreining og ná sínu fram. 

Fyrirkomulag hópmeðferðarinnar:

Hópmeðferðin fer fram í 10-12 manna hóp og mun hann hittast einu sinni í viku, í tvo tíma í senn, í níu skipti og svo aftur í eitt skipti að lokinni meðferð. Meðferðin fer fram í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Áður en meðferðin hefst hitta sálfræðingar KMS sérhvern þátttakanda í einstaklingsviðtali þar sem lagt er mat á hvort hópmeðferðin muni henta viðkomandi eða hvort önnur úrræði henti betur. Einstaklingsviðtalið kostar 20.000 krónur.

Verð hópmeðferðar:

Þátttaka í þessari 20 klst hópmeðferð kostar 115.000 krónur. Í sumum tilvikum taka sjúkrasjóðir stéttarfélaga þátt í að niðurgreiða kostnað. 

Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bóka einstaklingsviðtal fyrir þetta meðferðarúrræði. Vinsamlegast tilgreindu undir skilaboð hvaða meðferð er óskað eftir.

Til að fá frekari upplýsingar eða skrá sig má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110 eða senda tölvupóst á kms@kms.is .