Emanúel Geir Guðmundsson hefur verið ráðinn sem sálfræðingur við KMS en hann hefur starfað sem sálfræðingur við Janus og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Emanúel lauk náttúrufræðibraut við Kvennaskólann í Reykjavík og nam sálfræði við Háskóla Íslands. Hann stundar sérnám í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands samhliða störfum við KMS. Emanúel hefur jafnframt lokið sveinsprófi í tannsmíðum og komið að kennslu við sálfræðideild Háskóla Íslands. Emanúel er hér með boðinn velkominn til starfa við KMS!