Anna Kristrún Sigurpálsdóttir meistaranemi hefur hafið starfsþjálfun sína hjá KMS og hægt er að óska eftir viðtölum hjá henni en fyrstu tvö viðtölin eru fólki að kostnaðarlausu. Anna Kristrún verður fullnuma sálfræðingur næsta sumar en hefur töluverða reynslu af því að vinna með fólki. Hún er líka menntaður iðjuþjálfi og hefur lokið sérstöku námi í hugrænni atferlismeðferð.
Hægt er að panta tíma hér og er gott að taka fram ef óskað er eftir viðtali hjá Önnu Kristrúnu.