Ertu með ADHD?

Forsíða / Fréttir / Ertu með ADHD?

Hjá okkur er hægt að fá mat á einkennum athyglisbrests og ofvirkni en athyglisbrestur lýsir sér meðal annars í erfiðleikum með einbeitingu og eftirtekt, úthald og skipulag, gleymsku, fljótfærni og frestunaráráttu. Ofvirkni lýsir sér aftur á móti sem eirðarleysi, hvatvísi, óþolinmæði, erfiðleikar með að slaka á og hlusta á aðra án þess að grípa fram í. Vandinn er ótrúlega hamlandi og gerir það að verkum að fólk stendur sig verr en það gæti og kemur niður á námi, störfum og félagslífi.

Panta má greiningu með því að senda tölvupóst á kms@kms.is, skilja eftir nafn og síma og óska eftir greiningu við athyglisbresti of/eða ofvirkni.