Sálfræðingur til að sinna ungmennum hefur störf

Forsíða / Fréttir / Sálfræðingur til að sinna ungmennum hefur störf

Ellen Sif Sævarsdóttir sálfræðingur hefur verið ráðin við Kvíðameðferðarstöðina til að sinna börnum og unglingum. Var þetta gert til að mæta aukinni eftirspurn eftir sérhæfðri kvíðameðferð fyrir ungmenni við Kvíðameðferðarstöðina. Ellen Sif hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum þótt ekki hafi hún starfað lengi sem sálfræðingur. Hún hefur að auki brennandi áhuga á meðhöndlun kvíðaraskana, nánar tiltekið sérstakan áhuga á almennri kvíðaröskun, félagsfælni, öðrum tilfinningavanda og ADHD. Ellen hlaut starfsþjálfun sína við Þroska- og hegðunarstöð og snérist lokaverkefni hennar innan sálfræðinnar um að greina tilvísanir í bráðaþjónustu BUGL. BS- verkefni hennar var á sviði félagsfælni. Nánari upplýsingar um menntun Ellenar, starfsreynslu og þjálfun má finna undir starfsfólk á þessari sömu heimasíðu. Við bjóðum hana Ellen velkomna til starfa við Kvíðameðferðarstöðina!