Náðu tökum á félagskvíða

Forsíða / Hópmeðferð / Náðu tökum á félagskvíða

Næsti hópur hefst þriðjudaginn 21. janúar 2025, frá 12:45 til 14:45.

Um hópmeðferðina

Um er að ræða 11 skipta hópmeðferð þar sem unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Stuðst er við bók um félagsfælni sem Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur hefur skrifað (innifalin í meðferðarkostnaði) og meðferðaráætlun sem komin er áralöng reynsla af og borið hefur góðan árangur (sjá árangursmælingu hér).

Fyrirkomulag og kostnaður:

Hópmeðferðin fer fram í 8-10 manna hóp og mun hópurinn hittast vikulega í tvo tíma í senn, í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Áður en meðferð hefst hitta sálfræðingar KMS sérhvern þátttakanda í einstaklingsviðtali þar sem vandinn er kortlagður og lagt mat á hvort meðferðarúrræðið muni henta viðkomandi eða hvort önnur úrræði muni koma að meira gagni.

Einstaklingsviðtal er ekki innifalið í meðferðarkostnaði (kostar 20.000kr) og er þar um að ræða sálfræðilegt mat og kortlagningu á vandanum. Þátttaka í þessari 22 klst hópmeðferð kostar 109.000 krónur.

Ath. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa komið að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.

Skráning og frekari upplýsingar

Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bóka einstaklingsviðtal fyrir þessa hópmeðferð. Vinsamlegast tilgreindu í dálkinum skilaboð að þú óskir eftir þessari tilgreindu meðferð.

Hér má finna nánari upplýsingar um félagsfælni. Ef þörf er á frekari upplýsingum um hópmeðferðina má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110 (milli kl. 9-12) eða senda tölvupóst á kms@kms.is