Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Home / Námskeið / Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Næsta hópmeðferð hefst 20. mars 2018.

Um er að ræða nýtt meðferðarúrræði sem dr. Gerd Kvale og dr. Bjarne Hansen sálfræðingar frá Helse Bergen –Háskóla sjúkrahúsinu í Haukeland hafa þróað. Unnið er samfellt yfir fjóra daga þar sem þátttakandendur fá sérsniðna þjálfun í að takast á við vandann bæði í hóp og einsleg með sínum sálfræðingi, sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði.

Nú þegar hafa um 500 skjólstæðingar lokið þessari meðferð í Noregi og hefur hún borið mjög góðan árangur. Hún hefur verið innleidd í heilbrigðiskerfið í Noregi og stendur til að innleiða hana einnig í Svíþjóð og Danmörku. Hefur meðferðin þegar verið veitt við Kvíðameðferðarstöðina með mjög góðum árangri.

Hér má sjá myndbönd um meðferðina en við hvetjum þá sem hafa áhuga á að sækja hana að senda okkur tölvupóst á kms@kms.is. Athugið að mikil ásókn er í þetta úrræði og sækir fólk ítarleg undirbúnings- og greiningarviðtöl áður en það hefur meðferð og kann einhver bið að vera á því að fólk komist að í meðferðinni sökum biðlista sem myndast hefur. Meðferðin verður þó veitt reglulega á næsta ári.

https://www.youtube.com/watch?v=ZRSExyZ3GPg

https://www.youtube.com/watch?v=_0iNr2G2VQA