Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Home / Námskeið / Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Næsta hópmeðferð fer fram dagana 5.-8. júní 2018.

Um er að ræða nýtt meðferðarúrræði sem dr. Gerd Kvale og dr. Bjarne Hansen sálfræðingar frá Helse Bergen –Háskóla sjúkrahúsinu í Haukeland hafa þróað. Unnið er samfellt yfir fjóra daga þar sem þátttakandendur fá sérsniðna þjálfun í að takast á við vandann bæði í hóp og einsleg með sínum sálfræðingi, sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði.

Nú þegar hafa um 500 skjólstæðingar lokið þessari meðferð í Noregi og hefur hún borið mjög góðan árangur. Hún hefur verið innleidd í heilbrigðiskerfið í Noregi og stendur til að innleiða hana einnig í Svíþjóð og Danmörku. Hefur meðferðin þegar verið veitt við Kvíðameðferðarstöðina með mjög góðum árangri.

Hér má sjá myndbönd um meðferðina en við hvetjum þá sem hafa áhuga á að sækja hana að senda okkur tölvupóst á kms@kms.is. Athugið að mikil ásókn er í þetta úrræði og sækir fólk ítarleg undirbúnings- og greiningarviðtöl áður en það hefur meðferð og kann einhver bið að vera á því að fólk komist að í meðferðinni sökum biðlista sem myndast hefur. Meðferðin verður þó veitt reglulega á næsta ári.

https://www.youtube.com/watch?v=ZRSExyZ3GPg

https://www.youtube.com/watch?v=_0iNr2G2VQA