Tryggjum aðgengi að sálfræðiþjónustu

Forsíða / Fréttir / Tryggjum aðgengi að sálfræðiþjónustu

Sálfræðingafélag Íslands stendur fyrir vitundarvakningu m.a. um mikilvægi góðrar geðheilsu og vill auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir landsmenn. Almenningur og aðrir sem málið varðar eru hvattir til þess að láta stjórnvöld vita að Íslendingar þurfi greiðara aðgengi að sálfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Smelltu HÉR og skrifaðu undir áskorun til stjórnvalda ef þér finnst þetta mál þig varða.