Yfirlit yfir þátttöku stéttarfélaga við kostnað á sálfræðiþjónustu

Sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd af Tryggingastofnun ríkisins, en ýmis stéttarfélög taka þátt í kostnaði sálfræðimeðferðar fyrir meðlimi sína (sjá má lista hér að neðan yfir sum þeirra stéttarfélöga sem niðurgreiða sálfræðiþjónustu fyrir meðlimi sína. Hafa ber í huga að listinn er ekki tæmandi og að breytingar kunna að hafa átt sér stað frá því að listinn var gerður).

Yfirlit yfir nokkur stéttarfélög sem taka þátt í greiðslu á sálfræðiþjónustu. Listinn er frá árinu 2007 og er ekki tæmandi. Við hvetjum því fólk til þess að hafa samband við það stéttarfélag sem það heyrir til og kanna til hlítar hver réttindi þess eru.

 

STÉTTARFÉLAG SÍMI FYRIRKOMULAG
BHM 581-2090 Hámark 40.000 kr. á ári
BSRB 525-8300 4.000 kr. fyrir tímann, hámark 15 tímar á ári
Efling 510-7500 3.000 kr. fyrir tímann, hámark 15 tímar á ári
Rafiðnaðarsambandið 580-5200 40% af kostnaði í allt að 25 skipti
VR 510-1700 Ef á inni í varasjóði
Verkalýðsfélagið Hlíf 555-0944 2.500 fyrir tímann, hámark 10 tímar á ári
Stéttarfélag verkfræðinga 568-9986 2.000 krónur fyrir tímann, hámark 15 tímar á 2 ára tímabili (gildir fyrir verkfræðinga sem starfa hjá ríkinu eða sveitafélögum)
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja 540-6100 12 skipti á ári að hámarki 10.000 krónur hvert skipti