Streitustjórnun og bjargráð við kulnun

Forsíða / Fréttir / Streitustjórnun og bjargráð við kulnun

Næsti hópur hefst þriðjudaginn 23. janúar kl 13:00 – 15:00.

Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur verið undir of miklu álagi og finnur fyrir streitueinkennum og jafnvel kulnun.

Finnurðu fyrir:

  • Erfiðleikum við að standa undir kröfum og álagi
  • Óróleika, skapsveiflum eða pirringi
  • Svefntruflunum, þreytu og úthaldsleysi
  • Líkamlegum óþægindum tengdum streitu

Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar aferlismeðferðar. Þátttakendum er kennt að þekkja og draga úr streituvöldum sínum, efla jafnvægi og uppbyggjandi virkni í daglegu lífi, skipulag og forgangsröðun. Lögð er áhersla á bætt samskipti og að setja mörk í samræmi við það sem er hverjum og einum mikilvægt auk þess að vinna með innri streituþætti tengdum áhyggjum, grufli og viðhorfum.

Um er að ræða sex vikna námskeið undir leiðsögn sálfræðinga KMS. Verð fyrir námskeiðið er 69.000 krónur og kunna stéttarfélög að koma að niðurgreiðslu námskeiðsins.

Skráning fer fram í síma 534-0110 eða með tölvupósti á kms@kms.is.