4.000 kr.

Náðu tökum á þunglyndi

Þunglyndi hefur áhrif á alla tilveru okkar: Líðan, svefn, matarlyst og orku, hugsun og gjörðir, minni, áhuga og tengsl við aðra.

Flokkur:

Lýsing

Þunglyndi hefur áhrif á alla tilveru okkar: Líðan, svefn, matarlyst og orku, hugsun og gjörðir, minni, áhuga og tengsl við aðra.

Öll verðum við döpur öðru hverju og margir kljást við þunglyndi á lífsleiðinni. Við reynum eftir bestu getu að vinna bug á því en hetjuleg barátta okkar getur haft öfug áhrif og orðið til þess að við sökkvum dýpra. Hér er rakið hvernig má ná meiri og varanlegri árangri með því að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og núvitundar til að rjúfa vítahring þunglyndisins. Fjallað er um einkenni og orsakir þunglyndis, hvernig við getum orðið virkari, hugað betur að eigin þörfum og haft áhrif á hugarfar, dregið úr grufli, eflt lífslöngun og bætt tengsl við aðra. Einnig er rætt um svefnleysi, örlyndi og kulnun.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er með sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði. Hún hefur áður sent frá sér bækurnar Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum og Náðu tökum á félagskvíða.