3.700 kr.

Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum

Þessi sjálfshjálparbók á erindi til allra sem vilja draga úr kvíða, streitu og áhyggjum í daglegu lífi. Stór hluti fólks finnur reglulega fyrir kvíða og þriðji hver maður glímir við kvíðavandamál. Í bókinni eru veitt fljótvirk ráð á sviði hugrænnar atferlismeðferðar sem borið hefur sérlega góðan árangur við kvíða.

Flokkur:

Lýsing

Þessi sjálfshjálparbók á erindi til allra sem vilja draga úr kvíða, streitu og áhyggjum í daglegu lífi. Stór hluti fólks finnur reglulega fyrir kvíða og þriðji hver maður glímir við kvíðavandamál. Í bókinni eru veitt fljótvirk ráð á sviði hugrænnar atferlismeðferðar sem borið hefur sérlega góðan árangur við kvíða. Í fyrri köflum bókarinnar er veitt fræðsla um kvíðaviðbragðið og helstu birtingarmyndir kvíða, og gefst lesendum færi á að kortleggja kvíðann hjá sér. Farið er yfir viðbrögð sem viðhalda kvíða og útskýrt ríkulega með dæmum. Í síðari köflum bókarinnar eru veittar nákvæmari leiðbeiningar um hvernig sigrast megi á algengustu formum kvíða, svo sem kvíðaköstum, áhyggjum, þráhyggju og áráttu, fælni og félagskvíða.

Höfundurinn, Sóley Dröfn Davíðsdóttir, er forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar og formaður félags um hugræna atferlismeðferð. Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði.

Umsögn um bókina

Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur miðlar skilningi og umhyggju til þeirra sem eru þjakaðir af kvíða og fælni. Í bókinni sýnir hún með fræðslu og leiðsögn hvernig hugræn atferlismeðferð virkar. Hún bendir á aðferðir, tekur skýr dæmi og lýsir því hvernig fólk getur sjálft tekist á við kvíða sinn. Í kjölfarið verða til farsælar lausnir á því að takast á við lífið og kvíðann sem því fylgir. Það eflir sjálfstraustið. Auk þess að vera fagleg er bókin líka skemmtileg aflestrar. Ég mæli hiklaust með henni.

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur.

Hér má finna skráningarblöð bókarinnar Skráningarblöð2