Streitustjórnun

  • Ertu undir of miklu álagi?
  • Er streitan að fara með þig?
  • Miklar þú allt fyrir þér?
  • Tekur þú of mikið að þér?
  • Gerir þú ofurkröfur til þín?
  • Ertu við það að fara í kulnun?

Nýtt streitustjórnunarnámskeið er að hefjast á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar þar sem þátttakendum er kennt að þekkja og draga úr streituvöldum sínum, efla jafnvægi, skipulag og forgangsröðun í samræmi við það sem er hverjum og einum mikilvægt. Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar aferlismeðferðar og miðar að því að auka vellíðan ásamt að draga úr streitu- og kulnunareinkennum.

Um er að ræða sex vikna námskeið undir stjórn Önnu Siggu Jökuls sálfræðings og hefst námskeiðið mánudaginn 22. maí n.k. kl. 8.30-10.30. Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum. Verð fyrir námskeiðið er 69.000 krónur og kunna stéttarfélög að koma að niðurgreiðslu námskeiðsins.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu KMS, www.kms.is og fer skráning fer fram í síma 534-0110 eða með tölvupósti á kms@kms.is en skráningu lýkur þann 17. maí 2023.