Námskeiðið er ætlað fólki 60 ára og eldri sem vill bæta líðan sína, njóta lífsins í auknum mæli, nýta hæfileika sína til fulls og finna sér farveg og tilgang á nýju æviskeiði.  Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og kenndar leiðir til að hafa áhrif á líðan, m.a. hvernig draga megi úr depurð og kvíða, auka virkni og fjölga ánægjulegum athöfnum. Rætt er um gildi í lífinu, skoðað með þátttakendum hvað skipti þámáli og hvað þeir vilja leggja áherslu á á komandi árum. Jafnframt eru ræddar leiðir til að brjóta upp vana, víkka sjóndeildarhringinn og láta drauma sína rætast.

Námskeiðið hefst 2. október nk. og stendur yfir vikulega í sex vikur frá 10-12. Námskeiðinu er stýrt af Hrefnu Guðmundsdóttur og Gunnhildi Sveinsdóttur sálfræðingum og er haldið í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar að Skútuvogi 1a.

Verð námskeiðs er 41.000 krónur. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið þar sem það á við en ellilífeyrisþegar fá 10% afslátt af námskeiðsverði.