Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Home / Hópmeðferð / Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Um er að ræða nýtt meðferðarúrræði við þráhyggju-og áráttu (OCD) sem dr. Gerd Kvale og dr. Bjarne Hansen sálfræðingar frá Helse Bergen –Háskóla sjúkrahúsinu í Haukeland hafa þróað. Yfir 800 manns hafa fengið þessa meðferð og er árangur mjög góður eða um 75% sem fá lækningu og yfir 90% sem eru mun betri. Hún hefur verið innleidd í heilbrigðiskerfið í Noregi og stendur til að innleiða hana einnig í Svíþjóð og Danmörku. Því miður er meðferðin ekki enn niðurgreidd af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum.

Undanfarin ár hefur sérstakt OCD-teymi starfað á Kvíðameðferðarstöðinni. Teymið hefur hlotið þjálfun frá dr. Gerd Kvale og dr. Bjarne Hansen við að veita þessa meðferð. Skemmtilegt er að segja frá því að þetta er fyrsti hópur sálfræðinga utan Noregs sem hefur fengið þessa þjálfun. Um 30 manns hafa tekið þátt í þessari meðferð hérlendis og benda árangursmælingar til að árangurinn sé hinn sami og í Noregi.

HVERNIG FER ÉG AÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT?

Fyrsta skrefið er að senda inn beiðni og óska sérstaklega eftir 4 daga meðferð við þráhyggju-og árátturöskun (OCD). Þú getur gert það með því að smella HÉR. Mundu að skrifa inn í boxið skilaboð að þú óskir sérstaklega eftir þessu úrræði. Þú getur einnig skráð þig með því að hringja á símatíma sem er kl. 9-15.30 alla virka daga. Athugið að ásókn í þessa meðferð er töluverð og því getur liðið einhver tími þangað til haft er samband. 

FERLIÐ:

Skimun: Til þess að ganga úr skugga um að þessi meðferð henti viðkomandi þarf fyrst að hitta sálfræðing í einstaklingsviðtali. Viðtalið sjálft tekur um 50-60 mínútur og þarf viðkomandi að mæta um 30 mínútum fyrir viðtalstíma til að svara spurningarlistum. Í þessu viðtali er gengið úr skugga um að um þráhyggju-og árátturöskun (OCD) sé að ræða. Kostnaður fyrir einstaklingsviðtalið er 17.500 kr og er ekki innifalið í kostnaði meðferðar.

Greiningar- og undirbúningsviðtal: Ef skimun leiðir í ljós að viðkomandi er með þráhyggju-og árátturöskun tekur við 2 klst ítarlegt greiningarviðtal. Markmið tímans er að greina þráhyggju og áráttu einkenni vel og vandlega sem og að meta alvarleika einkenna. Einnig er athugað hvort annar geðrænn vandi sé til staðar og alvarleiki metinn. Ef tiltekinn sálfræðingur telur að 4 daga meðferðin sé líklegur kostur hefst meðferðarundirbúningur. Kostnaður við greiningar-og undibrúningsviðtal er ekki innifalinn í meðferðarkostnaði en nemur tveimur viðtalstímum.

Niðurstöðufundur: Niðurstaða skimunar og greiningar er kynnt fyrir OCD-teyminu á fundi og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort meðferðin henti viðkomandi. Ef 4 daga meðferðarúrræðið hentar ekki mun tiltekinn sálfræðingur útlista fyrir viðkomandi hvaða úrræði henta vandanum betur, hvort sem það er að finna á Kvíðameðferðarstöðinni eða í höndum annars fagaðila.

MEÐFERÐIN:

Meðferðin er einstaklingsmeðferð  en unnin í hópumhverfi og fer hluti meðferðar líkt og fræðsla fram í hóp en berskjöldun (exposure) sem er hluti meðferðar fer fram á einstaklingsgrundvelli þar sem sálfræðingur fylgir hverjum og einum eftir.  Unnið er samfellt í  yfir fjóra daga. Hver og einn þátttakandi verður að sjá til þess að hreinsa allt úr dagskrá sinni þessa fjóra daga. Einn allra mikilvægasti hluti meðferðar er að vera tilbúin til að leggja á sig mikið erfiði. Öðruvísi næst ekki árangur.

Hér má sjá myndbönd um meðferðina.

The Bergen 4-day Treatment: A hallmark for quality.

The B4DT format is developed by Drs. Kvale and Hansen https://time.com/collection/health-care-50/5425089/gerd-kvale-and-bjarne-hansen/ for treating Obsessive Compulsive Disorder (OCD).

Currently it is delivered by more than 25 OCD-teams in Norway, by one team in Sweden and one in Iceland.

  • The Bergen 4-day treatment is best described as “Individual treatment delivered in a group setting” since 3-6 patients are working in a group with the same amount of therapists. This 1:1 format between therapists and patients ensures individually tailored and therapist assisted exposure training while at the same time taking advantage of being in a group with others who have decided to leave the OCD behind.
  • Each patient will receive therapist assisted exposures in the most OCD-challenging contexts, which often is the home setting. This means that the patient needs to live within 1-2 hours from the clinic. We are working on expansions.
  • Only clinics or teams with a formal agreement with Haukeland University Hospital, Bergen, Norway, can offer the treatment. The treatment cannot be offered by individual therapists, even if they are trained to deliver the B4DT – this is team-work.
  • Systematic outcome assessment is an integrated part of the treatment, and results from the B4DT teams are benchmarked with the results from the originators. If the results are drifting from the ones published from Bergen, measures are taken to improve. This is a guarantee for the patients.
  • The B4DT is no “quick fix”. It takes dedication to leave the OCD behind, and hard work to get the change integrated in your normal life During the program you will learn how to make a clear break with the OCD, and our published results show that four years after treatment 70% does not have OCD as a part of their lives any more, and an additional 20% have significant improvement.