Við Kvíðameðferðarstöðina starfa nú þrír sálfræðinemar frá HR og er hægt að fá tvö frí viðtöl hjá þeim ef haft er samband á kms@kms.is fyrir 10. febrúar. Að þessum viðtölum loknum má svo fá áframhaldandi viðtöl hjá nemunum á hálfvirði, eða á 8.000 krónur viðtalið. Nemarnir heita Carmen Valencia, Heiðrún Hafþórsdóttir og Baldur Már Richter. Þeir starfa undir handleiðslu reyndra sálfræðinga við Kvíðameðferðarstöðina og eru metnaðarfullir og áhugasamir.