Frí kortlagning á félagskvíða

Forsíða / Fréttir / Frí kortlagning á félagskvíða

Þeir sem telja sig glíma við félagsfælni eiga nú kost á að fá frítt fyrsta viðtal við Kvíðameðferðarstöðina þar sem vandinn er 

kortlagður en venjulega kostar slíkt matsviðtal á bilinu 12-14.000 krónur og er undanfari einstakli

ngs- eða hópmeðferðar við KMS. Matsviðtölin sem um ræðir eru hluti af doktorsverkefni Ólafíu Sigurjónsdóttur sálfræðings KMS og er í samstarfi við sálfræðideild Háskóla Íslands. Um er að ræða rannsókn á athygli og ímyndum í félagsfælni. Rannsóknir hafa sýnt að athygli fólks breytist þegar það verður kvíðið og kenningar eru uppi um að þessi breyting á athygli eða skekkja geti ýtt undir kvíðann. Undanfarin ár hafa tölvuverkefni verið þróuð til að mæla þessa athygliskekkju og í sumum tilvikum hefur tekist að þjálfa athygli fólks með tölvuverkefnum og minnka skekkjuna.

Áleitnar ímyndir, óþægilegar myndir eða annarskonar skynjun sem skýtur upp í hugann eru algengar meðal fólks almennt. Í sumum kvíðaröskunum er talið að þessar ímyndir viðhaldi kvíða fólks en þáttur þeirra í félagsfælni hefur enn ekki verið kannaður.

Í rannsókninni á KMS mæta þátttakendur fyrst í greiningarviðtal þar sem ítarleg greining er gerð og ímyndir tengdar félagslegum aðstæðum eru metnar. Síðan er athygliskekkja mæld með tölvuverkefnum og þátttakendum sem mælast með athygliskekkju boðið að taka þátt í rannsókn á athygliskekkjuþjálfun (sem getur skilað þeim árangri við félagsfælninni).

Þeir sem hafa áhuga á slíku matsviðtali og þar með taka þátt í rannsókninni geta haft samband við Ólafíu (olafia@kms.is). Næg þátttaka í rannsóknir sem þessari er mikilvæg forsenda framþróunar í meðferð við félagsfælni. Með fyrirfram þökk fyrir þátttöku þína!