Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 22.mars 2016
Um er að ræða 11 skipta námskeið þar sem unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Stuðst er við meðferðarhandbók um félagsfælni sem Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur hefur skrifað og meðferðarprógram sem komin er áralöng reynsla af og borið hefur góðan árangur (sjá árangursmælingu hér). Námskeiðið fer fram í 8-12 manna hóp og mun hópurinn hittast 1x í viku, í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnnar. Áður er en námskeiðið hefst, hitta sálfræðingar KMS sérhvern þátttakanda í einstaklingsviðtali þar sem vandinn er kortlagður og lagt mat á hvort námskeiðið muni henta viðkomandi eða hvort önnur úrræði muni koma að meira gagni.
Einstaklingsviðtal fyrir hópinn er ekki innifalið í námskeiðsverði og er þar er um að ræða sálfræðilegt mat og korlagningu á vandanum. Þátttaka í þessu 22 klst námskeiði kostar 59.000 krónur. Til þess að nálgast frekari upplýsingar eða skrá sig má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110/822-0043 eða á kms@kms.is
Hér má finna nánari upplýsingar um félagsfælni.