Árangur er mældur af þeirri meðferð sem veitt er við Kvíðameðferðarstöðina, til að tryggja gæði meðferðarinnar. Þetta er gert að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Tekið skal fram að engar upplýsingar koma fram í árangursmælingum sem hægt er að rekja til einstakra þátttakenda, aðeins eru tekin saman heildarmeðaltöl fyrir hópa á spurningalistum sem lagðir eru fyrir við upphaf og lok meðferðar.

Nú þegar liggja fyrir árangursmælingar af þremur meðferðarúrræðum við Kvíðameðferðarstöðina: Hópmeðferð við félagsfælni, námskeiðinu Vellíðan án lyfja  og kvíðastjórnunarnámskeiði sem haldið hefur verið fyrir atvinnuleitendur. Hér að neðan getur þú kynnt þér árangur þessara þriggja úrræða.

Hópmeðferð vð félagsfælni

Vellíðan án lyfja

Kvíðastjórnun fyrir atvinnuleitendur

Aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið nýlega við Kvíðameðferðarstöðina:

Meðferð við félagsfælni: Áhrif endurgjafar með upptöku á misræmi í mati á eigin frammistöðu