Námskeið við ræðukvíða

Dagsetningu námskeiðs má sjá undir „Námskeið á döfinni“ á þessari heimasíðu

  • Finnur þú fyrir miklum kvíða eða vanlíðan við það að tala fyrir framan hóp fólks?
  • Hefur ótti þinn við ræðuhöld og fyrirlestra hamlandi áhrif á þig í vinnu, skóla eða í daglegu lífi?
  • Hefur þig dreymt um að halda ræðu í veislu eða brúðkaupi en ekki þorað vegna yfirþyrmandi hræðslu við að verða þér til skammar?

 

Flestir finna fyrir einhverjum kvíða þegar þeir þurfa að tala fyrir framan hóp fólks og raunin er sú að mikill fjöldi fólks segir ræðuhöld sinn versta ótta, jafnvel meiri ótta en óttann við kóngulær, flugur eða snáka.

 

Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir 6 vikna námskeiði við yfirdrifnum ræðukvíða.  Markmið námskeiðsins er að draga úr kvíða þátttakenda við að halda ræður, fyrirlestra eða að tala fyrir framan hóp fólks við hin ýmsu tækifæri og er námskeiðið miðað að þeim sem finna fyrir því að ræðukvíði trufli þá í daglegu lífi eða hafi hamlandi áhrif á störf þeirra.

 

Um er að ræða úrræði sem er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Mikil áhersla er lögð á fræðslu um ræðukvíða og afleiðingar hans um leið og áhersla er lögð á æfingar og verkefni í tíma. Þátttakendum verður einnig ætlað að leysa heimaverkefni sem sett eru fyrir í hverjum tíma námskeiðs.

 

 Stjórnendur námskeiðsins eru Helena Jónsdóttir sálfræðingur og Unnur Valborg Hilmarsdóttir markþjálfi.

 

Verð fyrir námskeiðið er 55.000 kr.

 

Áður en þátttakendur skrá sig á námskeið er þeim boðið í greiningarviðtal þar sem ætlunin er að kortleggja vandann og ganga úr skugga um að viðkomandi úrræði henti. Verð fyrir einstaklingsviðtal er 9500 kr.

 

 Skráning fer fram hjá Kvíðameðferðarstöðinni í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is .  Athugið að hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 12.