Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar
Dagsetningar námskeiðs má sjá í dálkinum "Námskeið á döfinni" en skráning á námskeiðið fer fram í síma 534-0110 eða á kms@kms.is .
Kennarar:
Oddi Erlingsson og Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingar
Fyrir hverja er námskeiðið:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja öðlast bætta líðan, ná tökum á spennu og streitu eða annarri vanlíðan eins og kvíða eða depurð.
Dagsetningar:
Námskeiðiðið er haldið tvö kvöld í viku á mánudags- og fimmudagskvöldum frá 20:00 til 21:45 í alls 9 skipti. Fyrstu 8 skiptin eru í einni lotu, en lokatíminn ("eftirfylgd") er um 4 vikum síðar.
Staður og stund:
Námskeiðið er haldið í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar að Skútuvogi 1a, frá kl. 20:00 til 21:45. Ath.: Mæting kl. 19:30 í fyrsta tíma.
Fyrirkomulag:
Námskeiðið er í kennsluformi og fá þátttakendur fjölbreytileg heima¬verkefni á milli tíma sem byggja á námsefni sem farið hefur verið yfir. Undanfarin misseri hefur árangur námskeiðsins "Vellíðan án lyfja" verið rannsakaður og eru niðurstöður mjög jákvæðar. Í byrjun og undir lok námskeiðs eru lagðir fyrir sálfræðilegir matskvarðar (próf) sem gerir þátttakendum kleyft að fylgst með breytingum á líðan frá upphafi námskeiðs.
Námsgögn:
Nemendur fá ítarefni afhent til lestrar og allar glærur sem notaður eru á námskeiðinu. Auk þess fylgja tveir geisladiskar.
Greiðslur:
Heildarkostnaður við námskeiðið er kr. 54.000,- Almenn regla er að greitt er fyrir námskeiðið fyrirfram eða í fyrsta tíma. Tekið er á móti greiðslukortum og raðgreiðslur eru einnig mögulegar. Oft taka sjúkrasjóðir stéttarfélaga þátt í kostnaði. Innifalið í námskeiði eru alls 18 klukkustunda fræðsla og þjálfun auk geisladiska og lesefnis.
Innihaldslýsing á námskeiði:
Tími 1. Kynning á hugrænni atferlismeðferð og slökunaraðferðir kenndar.
– Fyrirlögn kvarða til að kortleggja líðan (mæting hálftíma fyrr í 1. tímann).
– Námskeiðið kynnt.
– Fræðsla um helstu sérkenni hugrænnar atferlismeðferðar og skýringamyndir af vellíðan og vanlíðan.
– Slökunaraðferðir kenndar.
Tími 2. Samspil hugsana, tilfinninga og hegðunar.
– Fræðsla um hugsanir, tilfinningar og hegðun sem viðhalda vanlíðan.
Tími 3. Hugleiðsluæfingar-Árvekni. Kenndar undirstöðuæfingar í hugleiðslu.
– Fræðsla um árvekni (mindfulness), leið til að öðlast hugarró.
Tími 4. Áhyggjustjórnun.
– Leiðir kenndar til að ná tökum á áhyggjum og leysa aðsteðjandi vandamál.
Tími 5. Sjálfstyrking.
– Sjálfsmyndin kortlögð og áhrifaríkar leiðir til að efla sjálfstraust.
Tími 6. Samskipti.
– Fræðsla um eiginleika góðra samskipta, leiðir til að leysa ágreining, taka
gagnrýni og sýna áræðni.
Tími 7. Streitu- og tímastjórnun
– Fræðsla um álags- og streitueinkenni, tímastjórnun, og frestunaráráttu.
Tími 8. Bakslagsvarnir.
– Fræðsla um leiðir til að fást við bakslög og viðhalda árangri.
– Fyrirlögn kvarða til að kortleggja líðan.
Tími 9. Árangri fylgt eftir.
– Upprifjun og eftirfylgd (fjórum vikum síðar).
Nánari upplýsingar og skráning:
534-0110 (best að ná sambandi milli kl. 10:00 og 14:00)
822-0043
562-4444
sigurbjorg@kms.is
oddier@simnet.is
Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110, 8220043 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is