Velkominn á heimasíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar
 
 
 
 
Kvíðameðferðarstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Um er að ræða meðferðarstöð þar sem boðið er upp á hugræna atferlismeðferð við kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna. Leitast er við að bjóða upp á einstaklingssniðna og árangursmiðaða meðferð sem fer ýmist fram á formi einstaklings- eða hópmeðferðar eftir því sem við á. Starfsfólk Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfar saman í teymi sem samanstendur af sálfræðingum sem hafa sérhæft sig í meðhöndlun á þessu sviði. Árangur þeirrar meðferðar sem fer fram við Kvíðameðferðarstöðina er mældur reglulega til þess að tryggja gæði starfseminnar.
 
 
 
The Icelandic Center for Treatment of Anxiety Disorders is the first of its kind in Iceland, offering specialized treatment for anxiety disorders. The treatment provided is cognitive-behavioral therapy either in individual or group format, after an initial interview has taken place. Treatment is governed and evaluated by psychologists and can be delivered in English, Spanish, Swedish and Norwegian.