Hefst 15. október kl. 13.00

 

Við Kvíðameðferðarstöðina er að hefjast nýtt námskeið sem ætlað er karlmönnum sem vilja efla öryggi og áræðni. Námskeiðið er sniðið að þörfum
karlmanna en þeir eiga oft erfitt með að leita sér aðstoðar og finna sig síður á námskeiðum þar sem konur eru í miklum meiIMG 0077rihluta.

Óöryggi og sjálfsefasemdir geta haft veruleg áhrif á líf karla og gert það að verkum að þeir eiga erfiðara með að hasla sér völl á vinnumarkaði, í námi og samböndum. Opin og gefandi samskipti geta reynst þeim erfið og sumir draga sig í hlé og líður illa innan um aðra.  Aðrir leitast við að gera öðrum til geðs, standa sig afburðavel í því sem þeir taka sér fyrir hendur en ná sjaldnast að slaka á og njóta árangursins. Enn aðrir eru fljótir að gefast upp þegar á mót blæs, þar sem þeir hafa ekki trú á að þeir geti náð markmiðum sínum.  Ýmsar óþægilegar tilfinningar fylgja iðulega neikvæðri sjálfsmynd  svo sem depurð, pirringur, skömm og kvíði.

Á námskeiðinu er þátttakendum kennt að þekkja neikvæð viðhorf til sjálfs sín og viðbrögðin sem þróast hafa samhliða. Áhersla er lögð á að breyta þessum viðbrögðum t.d. með aukinni áræðni og finna jákvæð áhrif þess í leik og starfi. Meðal annarra atriða sem verða sérstaklega til umræðu eru tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar, árvekni, sátt, áræðni, staða karlmannsins í samfélaginu í dag og lífsgildi.

Hér á eftir fer stutt lýsing á námskeiðinu:

  1. 1.Inngangur og kynning. Sjálfsmynd karla.
  2. 2.Tilfinningar, hugsanir og hegðun.
  3. 3.Grunnhugmyndir og lífsreglur/viðbrögð.
  4. 4.Lífsreglur prófaðar með atferlistilraunum.
  5. 5.Áframhald á atferlistilraunum.
  6. 6.Samskipti og að setja mörk
  7. 7.Sátt og skilningur
  8. 8.Gestafyrirlestur – lífsleikni
  9. 9.Lífsgildi og áræðni

10. Lokatími (fjórum vikum eftir 9. tímann). Samantekt.

Námskeiðið hefst 5. febrúar og er haldið á fimmtudögum frá 13-15. Þátttaka í þessu 20 klukkustunda námskeiði kostar 65.000. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið en matsviðtal, sem er mikilvægur undanfari námskeiðs, er ekki innifalið í námskeiðsverðinu. Í matsviðtalinu er vandi hver og eins kortlagður og skoðað hvort námskeiðið komi að gagni. Heimir Snorrason og Ásmundur Gunnarsson sálfræðingar stýra námskeiðinu.