Kviðameðferðarstöðin áskilur sér rétt til þess að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til þess að staðfesta pantanir símleiðis.

Greiðslumáti
Greitt er fyrir vöru með kreditkorti eða debetkorti.

 

 

Skilað og skipt
Í flestum tilvikum er hægt að skila bókum til okkar að Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, séu bókin enn óopnuð og í plasti ef hún er seld þannig, en 14 daga skilafrestur er á bókum. Söluaðili áskilur sér þó rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig. Vörum sem eru afhentar rafrænt, rafbókum og hljóðbókum fyrir appið, fæst ekki skilað né skipt.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Afhending vöru og sendingarkostnaður
Innanlands sendum við vöruna að öllu jöfnu með pósti innan þriggja virkra daga. Burðargjaldið fylgir verðskrá Íslandspósts og fer eftir fjölda bóka í sendingu.

Við sendum líka pantanir til útlanda en þá lengist afhendingartíminn eftir því til hvaða lands sendingin á að fara.

Kvíðameðferðarstöðin tekur ekki ábyrgð á tollum og gjöldum sem leggjast á sendingar til útlanda í viðtökulandinu. Öll aukaleg tolla-, skatta-, og innflutningsgjöld eða hugsanlegar aukagreiðslur eru á ábyrgð kaupanda.

Stafrænar vörur (eins og fyrirlestrar) eru afgreiddar strax að lokinni pöntun og greiðslu. Kaupandinn fær sendan tölvupóst með hlekk sem vísar á vöruna. Ef hlekkurinn berst ekki strax gæti hann hafa lent í ruslhólfinu (junkmail/spam) í póstforritinu.

Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Kvíðameðferðarstöðin ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Kvíðameðferðarstöðinni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Stafrænar vörur
Fyrirlestrar sem seldir eru á vef Kvíðameðferðarstöðvarinnar eru aðeins ætlaðar til einkanota og er dreifing á efni Kvíðameðferðarstöðvarinnar með öllu óheimilar. Skráin á hlekknum sem kaupandi fær er ekki ætluð til dreifingar, láns eða endursölu.

Kaupandi samþykkir að reyna ekki, eða hvetja aðra til, að sniðganga eða breyta þeim öryggisráðstöfunum er skránni fylgja. Brjóti kaupandi gegn þessum skilmálum getur það leitt til ákæru vegna brota á höfundalögum nr. 73/1972.  Ekki er hægt að skila fyrirlestri ef búið er að hlaða niður rafrænu eintaki hans. Niðurhalshlekkurinn sem kaupandi fær er virkur í sjö daga, að þeim tíma liðnum er hann óvirkur og viðskiptum með þá tilteknu vöru lokið.

Ef einhver galli kemur upp í fyrirlestrarhlekknum, ef hann virkar ekki eða ef viðskiptavini tekst ekki að virkja hann innan viku, þarf að láta skrifstofu Kvíðameðferðarstöðvarinnar vita innan þriggja mánaða frá kaupum. Ef tilkynning berst síðar er ekki hægt að senda nýjan hlekk á viðskiptavin.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskipta eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Hér má finna persónuverndarstefnu Kvíðameðferðarstöðvarinnar.