Dagsetningar námskeiðs má sjá í dálknum “Námskeið á döfinni” á forsíðu þessarar heimasíðu.

 

Um námskeiðið:

Gott sjálfstraust felst í því að vita hver maður er og hvað maður getur, sama hvað á gengur og að vera sáttur við sjálfan sig.

Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfstraust, hvað það er og hvaða aðferðir hægt er að nota til að bæta það. Aðferðirnar sem kenndar verOlafiaða á námskeiðinu byggjast á hugrænni atferlismeðferð og sérstök áhersla verður lögð á nýja og upprennandi stefnu innan hugrænnaratferlismeðferðar sem kallast árvekni (mindfulness).

Árvekni er sérstaklega öflug leið til að komast í jafnvægi, ná að lifa í núinu og draga úr dómhörku í eigin garð og annarra. Þetta er aðferð sem á rætur að tekja til búddisma og er um að ræða markvissa þjálfun í að taka eftir því sem kemur í gegnum skynfærin án þess að dæma en við erum oft alltof mikið “uppi í höfðinu á okkur”, að dæma, flokka, plana og  velta okkur upp úr fortíð eða framtíð, í stað þess að njóta augnabliksins. Tilhneiging fólks til að taka afstöðu til sín og annarra veldur oft vanlíðan, til dæmis leiðir óhófleg dómharka í eigin garð oft til kvíða, sektarkenndar, depurðar eða pirrings. Samanburður við aðra stuðlar að sama skapi oft að vanmetakennd og jafnvel öfund.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að tileinka sér nýja sýn á hugsanir sínar, tilfinningar og hegðun. Markvisst verður unnið með hverjum og einum að því að gera breytingar sem hver og einn vill gera til að bæta sjálfstraust sitt og líðan. Sérstaklega verður farið í samskipti, hvernig best sé að taka gagnrýni, leysa ágreining og fá sínu fram. Undir lok námskeiðs mu nsvo leikari koma í heimsókn og fræða þáttakendur um örugga framkomu og líkamstjáningu.

 

Fyrirkomulag námskeiðs:

Námskeiðið fer fram í 8-10 manna hóp og mun hópurinn hittast einu sinni í viku í 9 skipti og svo aftur í eitt skipti að loknu námskeiði og fer námskeiðið fram í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Áður er en námskeiðið hefst, hitta sálfræðingar KMS sérhvern þátttakanda í einstaklingsviðtali þar sem lagt u,er mat á hvort námskeiðið muni henta viðkomandi eða hvort önnur úrræði henti betur. Einstaklingsviðtalið kostar á bilinu 11-13.000 krónur eftir því hvaða sálfræðingur á í hlut og er ekki innifalið í námskeiðsverði.

 

Verð námskeiðs:

Þátttaka í þessu 20 klst námskeiði kostar 59 000 krónur, í sumum tilvikum taka stéttarfélög þátt í að niðurgreiða kostnað. Til þess að nálgast frekari upplýsingar eða skrá sig má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110/822-0043 eða á kms@kms.is . Athugið að þátttakendafjöldi á námskeiðinu er takmarkaður (hámark 12 manns) og nú þegart komnar nokkrar skráningar á námskeiðið.

 

Stjórnendur námskeiðs:

Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur stýrir námskeiðinu ásamt öðrum sálfræðingum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Ólafía sótti starfsþjálfun í sálfræðinámi við Kvíðameðferðarstöðina og fékk Rannís-styrk til að verja síðasta sumri til að undirbúa þetta námskeið. Námskeiðið hefur því notið góðs undirbúnings. Ólafía starfar núa við Kvíðameðferðarstöðina.