Næsta námskeið hefst föstudaginn 6. mars n.k.

Flestir námsmenn finna fyrir einhverjum kvíða og óöryggi í kringum próf og mikilvæg verkefni. Hæfilegur kvíði getur verið hvetjandi og gagnlegur þegar mikið liggur við. En þegar kvíðinn er orðinn þrálátur getur hann haft hamlandi áhrif á frammistöðu í mikilvægum verkefnum.

Skortur á sjálfstrausti einkennir gjarnan þá sem finna fyrir miklum kvíða í námi. Þetta getur komið fram í óraunhæfum kröfum um árangur, fullkomnunaráráttu, kvíða, pirringi, vonleysi, frestun verkefna eða forðun.

Margir nemendur hafa reynt hefðbundnar leiðir sem kenndar eru við að ná tökum á prófkvíða og námstækni á önninni.

Kvíðameðferðarstöðin býður nú upp á námskeið sem er sérsniðið fyrir þá sem hafa ekki getað nýtt sér úrræði sem skólar og námsráðgjafar bjóða uppá með nægjanlegum árangri.

Námskeiðið verður haldið af tveimur sálfræðingum sem hafa sérhæft sig í að vinna með lágt sjálfsmat og kvíða námi (þ.m.t.hefðbundin prófkvíði). Hámarksfjöldi í hóp eru 16 manns sem tryggir að hægt sé að sinna hverjum einstakling innan hópsins.

Innihald og markmið námskeiðsins:

Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) sem eru sérsniðnar að þessum hópi. Efnistök námskeiðs verða eftirfarandi:

  • Kvíðastjórn í námi ( t.d. hvernig er hægt að draga úr prófkvíða)
  • Hvernig óöryggi getur haft áhrif á hegðun og líðan í námi
  • Hvernig auka má sjálfsöryggi í námi með breyttri hugsun og hegðun
  • Hvernig draga má úr frestun og forðun
  • Leiðir til að vinna á fullkomnunaráráttu
  • Hvernig ná má betri einbeitingu með aðferðum árvekni (mindfulness)
  • Tímastjórn og jafnvægi milli náms og frítíma

Fyrirkomulag:

Unnið er í hópnum með fræðslu og umræðu en hver og einn kortleggur vanda sinn og fær einstaklingsmiðaða aðstoð við það.  Nemendur fá lesefni og verkefni heim á milli tíma til þess að próa sig áfram með aðferðirnar sem kenndar verða á námskeiðinu. Lögð er áhersla á að kenna margvíslegar leiðir til að tækla vandann svo nemendur byggir sér upp verkfærakistu til þess bregðast við og fyrirbyggja vandann.

Næsti hópur hefst föstudaginn 6. mars og verður frá 14.00-16.00 í sex skipti.

ATH! Líkt og með önnur námskeið KMS þarf að bóka fyrst greiningarviðtal hjá sálfræðingi á KMS.  Greiningarviðtalið er hluti af einstaklingskortlagningu sem nýtist á námskeiðinu og er gert til þess að tryggja að vandi skjóstæðings sé þess eðlis að aðferðir námskeiðsins munu koma honum að gagni.  Að öðrum kosti nýtist greiningarviðtal til þess að  vísa í annað úrræði sem talið er að henti viðkomandi betur.

Kostnaður við greiningarviðtal er 17.500 kr.  Þegar nemar starfa við KMS er hægt að fá greiningarviðtal hjá þeim fyrir 8.500 kr.

Verð á námskeiðinu er 38.000 kr í föstudagshópana.

 

Nánari upplýsingar og skráning:

Sími: 534-0110

kms@kms.is

Stjórnendur námskeiðsins

 olafia kms  steinunn kms
Ólafía Sigurjónsdóttir Steinunn A. Sigurjónsdóttir
sálfræðingur sálfræðingur

Námskeiðsmat

Hér að neðan má sjá orðrétt ummæli allra fyrri þátttakenda á námskeiðinu en námskeiðið hefur hlotið 8,94 í einkunn og verið haldið endurtekið.

Hvað gagnaðist þér mest á námskeiðinu?

(1)   Hugsanaskráin og umræðan almennt. Eins og það að ég megi ekki láta líðan stoppa gjörðir.

(2)   Fannst gott að fara í gegnum hugsanaskráningar í tímum. Gott að sjá raunsætt og sjónrænt hlutina t.d. með meðalkúrfunni og taugafrumunum. Græddi mest á að skikka mig í pásur þó ég vildi þaða eða gat það ekki.

(3)   Að skilja að kvíði er alveg eðlilegur og flestir eru kvíðnir. Samþykkja kvíðann og að þetta sé bara svona. Mindfullness er virkilega gott, mun halda því klárlega áfram.

(4)   Að þekkja sjálfan mig, sættast við að vera kvíðin, læra að það þarf ekki allt að vera fullkomið, það er í algi að falla eins lengi og ég gerði mitt besta.

(5)   Að vita að kvíðinn er ekki hættulegur og hann fer aldrei en það er hægt að sleppa því að hafa áhyggjur af að vera stressuð. Að nota tíma appið. Hugsa um kvíðann sem skrímsli. Þegar þið töluðuð um fullkomnunaráráttu.

(6)   Fullkomnunaráráttu umræðan hjálpaði mér mikið og bara að hlusta á hina tala vegna þess að mér leið ekki eins og ég væri ein með þessi einkenni.

(7)   Allskonar litlar staðreyndir eins og að einbeitingin komi við það að byrja og að nota mindfullness við lærdóm og frítíma. Einnig að það sé óhjákvæmilegt að lenda í meðaltali stundum og sætta sig við það, líkurnar eru svo miklar. Góð tímasetning á námskeiðinu á álagstíma og rétt fyrir lokapróf J

(8)   Fá aðferðir til að hjálpa mér við kvíðann. Tímastjórnun, vita að það sé best að pína mig í þetta og líka vita af því að aðrir eru að ganga í gegnum það sama en þetta er ekki bara ég. Hjálpaði líka að vita hvernig kvíðinn virkar en núna er ég meira meðvituð um hann.

(9)   Að heyra sögunar um dóttur hennar Steinunnar að reyna að læra að hjóla!! (fólk er mislengi að ná hlutum), tímastjórnun, að „klifra kvíðakúrfuna“, pína sig í að byrja, hluti um kvíða á sjálfum deginum.

(10Að vita hvað kvíði er í raun og veru. (líkamlegu einkennin) Mér fannst einnig gott að heyra hvað aðrir sögðu og hvernig þeirra kvíði er. Einnig hvernig þær hugsuðu alltaf dýpra um hugsanirnar t.d. af hverju ertu kvíðinn og af hverju það gerir þig kvíðna og svo framvegis.

(11Líkamleg einkenni kvíða, tímastjórnun. Umbera og árvirkni.

(1I got to know what anxiety is and how it works, so it is much easier to handle. There were also many good advices on how we could handle all of this.

(13Tímastjórnun, árverkniæfingarnar, aðeins hugsanaskránna. Það var líka gott að fá fræðslu um kvíða yfir höfuð.

(14Ég lærði ýmsar mismunandi aðferðir til þess að hjálpa mér að takast á við kvíðann sem ég mun núna geta æft mig í svo að mér líði betur.

(15)Allskonar leiðir til að tækla vandamál, gott að heyra frá öðrum. Sætta sig við hlutina hefur gagnast mér.

(16)Átta mig á því hvernig ég er sem námsmaður. Hjálpaði kvíðanum og fullkomnunaráráttunni.

(17)Að vera rólegri yfir hlutunum og er minna stressuð. Hver og einn tími gagnaðist mér á einhvern hátt, þá sérstaklega tímastjórnun og að kvíðinn sé eðlilegur.

(18)Að átta mig á því að líðan mín í kringum próf er kvíði og að viðbrögð mín eru eðlileg. Minnka fullkomnunaráráttu, breyta hugsunum, reyna að breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðni. Taka kvíðann með mér, vita af honum en reyna samt að hugsa um eitthvað annað. Þarf að fara að láta tímann stjórna mér.

(19)Námskeiðið hjálpaði mér að skilgreina kvíðann og skilja hann. Kenndi mér að ná stjórninni.

(20)Að læra að sættast við það sem ég get ekki breytt og að breyta hlutunum sem ég get breytt.

(21)Tíminn um fullkomnunaráráttuna, hann var góður og kenndi mér mest.

(22)Þegar það var verið að tala um að hafa bara kvíðann hjá sér og að það sé bara allt í lagi og fleira.

(23)Mæta, hlusta og taka þátt, bara notalegt.

(24)Að læra að þekkja kvíðann. Einkenni og ástæður. Verkfæri til að takast á við hann.

(25)Sátt við kvíðann og að gera mér grein fyrir því að próf er ekki endilega að segja hver ég er eða allt um mína getu og framtíð.

(26)Læra á kvíðann, leyfa hlutunum að koma, athyglin.