Sjálfshjálparefni til sölu

 

Sjálfshjálparefni til sölu

Það er stefna sálfræðinga KMS að auka aðgengi fólks að góðu sjálfshjálparefni á íslensku þar sem það er ýmislegt sem fólk getur gert sjálft til að hafa jákvæð áhrif á líðan sína, fái það fræðslu og leiðbeiningar við hæfi.

Hér að neðan má finna meðferðarhandbækur og fræðsluefni sem verið hefur í skrifum og stöðugri endurskoðun við KMS.

 

bokakapa

Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum
Þessi sjálfshjálparbók á erindi til allra sem vilja draga úr kvíða, streitu og áhyggjum í daglegu lífi. Stór hluti fólks finnur reglulega fyrir kvíða og þriðji hver maður glímir við kvíðavandamál. Í bókinni eru veitt fljótvirk ráð á sviði hugrænnar atferlismeðferðar sem borið hefur sérlega góðan árangur við kvíða. Í fyrri köflum bókarinnar er veitt fræðsla um kvíðaviðbragðið og helstu birtingarmyndir kvíða, og gefst lesendum færi á að kortleggja kvíðann hjá sér. Farið er yfir viðbrögð sem viðhalda kvíða og útskýrt ríkulega með dæmum. Í síðari köflum bókarinnar eru veittar nákvæmari leiðbeiningar um hvernig sigrast megi á algengustu formum kvíða, svo sem kvíðaköstum, áhyggjum, þráhyggju og áráttu, fælni og félagskvíða. Höfundur bókarinnar er Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur (sjá hér nánari upplýsingar um höfund). Bókin kostar 3.700 krónur og bætast 200 krónur við ef bókin er send heim. 
Kaupa bókina
Skráningarblöð bókarinnar

 

Öryggi í samskiptum: Sjálfshjálparbók við félagskvíða
UntitledFélagskvíði einkennist af feimni og óöryggi innan um aðra og ótti við að koma illa fyrir. Þetta geta ýmist verið mjög afmarkaðar aðstæður sem fólk óttast eins og að spila á tónleikum eða flestar félagslegar aðstæður eins og að tala við yfirmenn, hringja í vini eða halda ræður. Vandinn getur háð fólki verulega og gert það að verkum að það nær ekki að gera það sem það langar til í lífinu eða nýtur ekki félagskap annarra. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur á þessu sviði og gefst lesandanum í þessari meðferðarhandbók færi á að vinna með félagskvíðann sinn yfir tíu vikna tímabil. Bókin samanstendur af fræðslu um félagskvíða og hvernig vandinn myndast og viðhelst. Jafnframt fylgja bókinni verkefni og tillögur að æfingum innan um aðra. Höfundur bókarinnar er Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur (sjá hér nánari upplýsingar um höfund). Bókin kostar 4.900 krónur.
Kaupa bókina

 

 

 

 

 

 

OddadiskarÁrvekni: Hugleiðsluæfingar til vellíðunar. Geisladiskur eftir Odda Erlingsson, sérfræðing í klínískri sálfræði, þar sem kenndar eru leiðir til að bæta líðan og öðlast hugarró með árvekniæfingum sem er tegund af hugleiðslu. Þessar æfingar draga jafnframt úr kvíða og spennu í daglegu lífi séu þær iðkaðar reglulega. Verð: 2000 krónur. Slökun og vellíðan: Slökunaræfingar Geisladiskur eftir Odda Erlingsson, sérfræðing í klínískri sálfræði, þar sem kennd er kerfisbundin slökunartækni sem dregið getur úr kvíða og spennu og fyrirbyggt að spenna hlaðist upp. Verð: 2000 krónur. Til að kaupa annan hvorn diskinn, eða báða, ber að ber að a) millifæra umrædda upphæð á reikning KMS: 0526-04-250876, kt. 690507-2340 og senda tilkynningu um millifærslu á netfang Önnu ritara KMS anna@kms.is

 b) senda Önnu tölvupóst með titil disksins sem þú vilt kaupa, nafni þínu og heimilisfangi þannig að hún geti sent þér diskinn í pósti.

 

 

tekistavidTekist á við þunglyndi:Sjálfshjálparbæklingur

Um er að ræa 41 blaðsíðna bækling eftir David Westbrook frá Oxford Cognitive Therapy Centre þar sem veitt er fræðsla um þunglyndi og kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til sjálfshjálpar. Bæklingurinn kostar 2000 krónur og er seldur til styrktar Evrópuráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík árið 2011.