Dagana 25-28. september fór fram árleg ráðstefna á vegum Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð.

Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Marrakech í Marokkó. Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar (KMS) hafa í gegnum tíðina reynt að sækja þessa árlegu ráðstefnu og að þessu sinGunnhildur med slonguni spillti ekki fyrir áhuganum að hún var haldin í þessari spennandi borg í Norður Afríku. Sálfræðingar (og ritari) KMS fjölmenntu því galvaskir á ráðstefnuna til að fræðast um nýjustu rannsóknir tengdar hugrænni atferlismeðferð og til að kynnast framandi menningu Marokkó. Hluti hópsins mætti til leiks nokkrum dögum áður en ráðstefnan byrjaði og upplifði ýmis ævintýri á þeim dögum. Flestir skelltu sér á Kameldýrabak, einhverjir héldu til sjávar, aðrir til fjalla og út í eyðimörkina. Gamanið hélt svo áfram þegar ráðstefnan byrjaði því mikið af spennandi fyrirlestrum og námskeiðum var í boði. Margir af helstu sérfræðingum heimsins í meðferð við kvíðaröskunum voru mættir til leiks og miðluðu af viskubrunni sínum. Meðal námskeiða sem sálfræðingar KMS sóttu var námskeið Paul Salkovsis um hugræna atferlismeðferð við áráttu og þráhyggju, námskeið Charles Morin um hugræna atferlismeðferð við svefnvanda og námskeið Robert Leahy um hugræna atferlismeðferð fyrir atvinnulausa. Auk námskeiða sóttu sálfræðingarnir tugi fyrirlestra um hugræna atferlismeðferð við ýmsum kvíðaröskunum. Lausar stundir voru svo notaðar til að sleikja sólina og draga í sig menningu Marrakech. Allir komu sælir og sólbrúnir heim, reynslunni ríkari og talsvert fróðari um hugræna atferlismeðferð.