ásiÁsmundur Gunnarsson sálfræðingur hefur verið ráðinn í afleysingarstöðu sem sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hann starfaði áður við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann hefur jafnframt unnið í nokkur ár við Bráðageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahús sem stuðningsfulltrúi. Ásmundur hefur gert lokaverkefni við sálfræðdeild um líkamsskynjunarröksun (body dysmorphic disorder) sem er hamlandi og alvarlegur vandi þar sem fólk telur sig afskræmt eða mjög illa útlítandi sökum líkamslýta sem það eitt sér. Það upplifir þannig að eitthvað mikið sé að því útlitslega þótt það líti í raun eðlilega út. Eins og gefur að skilja veldur þessi vandi félagskvíða og oft á tíðum þunglyndi.