Unnt er að fá viðtöl hjá nemum á síðasta ári í sálfræðinámi á hálfvirði þess sem tíminn hjá sálfræðingum KMS kostar en það getur verið góður kostur þar sem nemar eru iðulega ferskir í fræðunum, áhugasamir og metnaðargjarnir.
Nemarnir starfa undir handleiðslu reyndra sálfræðinga við KMS sem bera ábyrgð á störfum þeirra. Þeir sem nú starfa við KMS eru þau Inga Dröfn Wessman og Tómas Páll Þorvaldsson.
Þau Tómas Páll og Inga eru bæði metnaðargjörn og hafa bæði kennt við sálfræðideild háskólans. Tómas Páll hefur birt grein í tímaritinu Multisensory Research byggða á BS lokaverkefninu sínu og Inga hefur hlotið sérstaka þjálfun í díalektískri atferlismeðferð (sem gefist hefur sérlega vel við tilfinningalega viðkvæmum persónueinkennum) í Bandaríkjunum.
Panta má viðtal hjá nema með því að hringja í 534-0110 eða senda tölvupóst á kms@kms.is.