hefst fimmtudag 5.febrúar kl. 15.00

 DSC5743e

Undanfarin ár hafa fjöldamörg námskeið verið haldin við svefnleysi við KMS og gefið góða raun. Jafnframt hefur Tinna Þorsteinsdóttir sálfræðingur þróað námskeið við streitu sem haldið hefur verið tvisvar og er þar um afar gott og vandað úrræði að ræða. Þar sem mikil streita hefur oftar en ekki áhrif á svefn og þeir sem þjást af svefntruflunum finna iðulega fyrir streitu hefur verið ákveðið að sameina þessi tvö námskeið og má sjá dagskrá námskeiðsins hér að neðan. Alls er um að ræða 7 skipti, tvo tíma í senn og kostar námskeiðið 45.500 krónur.

Áður er en námskeiðið hefst er þátttakendum gert að mæta í einstaklingsviðtal þar sem vandinn er kortlagður ítarlega sem er mikilvægur grunnur undir námskeiðið og gengið úr skugga um að námskeiðið sé líklegt til að koma að gagni. Einstaklingsviðtalið er ekki innifalið í námskeiðsverði.

Skráning fer frá í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is

Námskeiðslýsing

Tími 1:  Fræðsla um streitu, tilurð hennar og mishjálpleg viðbrögð við streitu. Þátttakendur kortleggja streituvalda sína, svefnmynstur og hvernig þeir verja tíma sínum.  Heimaverkefni:  Þátttakendur halda svefn- og virkniskráningu fyrir næsta tíma. 

Tími 2:  Svefn og grunnskipulag sólarhringsins. Fræðsla um svefn, svefnvenjur yfirfarnar og skipulag vikunnar skoðað. 

Tími 3:  Fræðsla um ytri streituvalda og hvernig megi draga úr þeim. Unnið í átt að auknu streituþoli (hugað að ánægjulegum athöfnum, hreyfingu, hvíld og slökun).

Tími 4:  Innri streituvaldar skoðaðir, nánar tiltekið áhrif hugarfars á streitu. Þátttakendur læra að bera kennsl á streituvaldandi hugsanir og viðbrögð.

Tími 5:  Endurmat á hugsunum og viðhorf tekin til athugunar, t.d. fullkomnunarárátta, þörf til að geðjast öðrum og frestun.

Tími 6:  Færni í samskiptum og geta til að setja mörk –öflug vörn gegn streitu.

Tími 7: Upprifjun og hvernig megi viðhalda árangri.