Á eitthvað af eftirtöldu við um unglinginn þinn?

  • Er feiminn og óframfærinn
  • Finnur fyrir óöryggi í félagslegum aðstæðum
  • Forðast félagslegar aðstæður s.s. margmenni, skemmtanir og skólatengda atburði
  • Dregur sig í hlé
  • Hefur miklar áhyggjur af áliti annarra

 Þá hentar þetta námskeið ykkur!

 

Kvíðameðferðarstöðin, í samstarfi við Stofuna – sálfræðiþjónustu, stendur fyrir 12 vikna námskeiði við félagskvíða unglinga. Stjórnendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Margrét Birna Þórarinsdóttir og Hrund Þrándardóttir. Unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Áhersla er lögð á þjálfun í félagsfærni, ákveðni, lausn vandamála og auknu sjálfstrausti.

Gert er ráð fyrir virkri þátttöku foreldra, m.a. er foreldrum boðin fræðsla og handleiðsla þeim að kostnaðarlausu samhliða námskeiðinu.

 

 Áður en námskeiðið hefst munu stjórnendur námskeiðs hitta sérhvern þátttakanda ásamt foreldrum  þar sem vandinn verður kortlagður og mat lagt á hvort námskeiðið gagnist viðkomandi eða hvort önnur úrræði henti betur.

 

Verð á námskeiðinu er 60.000 krónur. Sálfræðiviðtal hjá stjórnendum námskeiðsins kostar 9.000 krónur og er ekki innifalið í námskeiðsverði.

 

Skráning á námskeiðið er þegar hafin á kms@kms.is eða í síma 822-0043.

 

{fcomment}