Félagsfælni einkennist af miklum kvíða innan um fólk og ótta við að koma illa fyrir og vera dæmdur af öðrum. Þráhyggja- og árátta einkennist hins vegar af áleitnum hugsunum sem vekja hjá þér kvíða og þú reynir að losna við með einhverju móti, t.d. með því að framkvæma áráttur eins og að gera hluti aftur og aftur eins og að tékka á hlutum, telja, þvo á þér hendurnar o.fl. Ef þú telur að þú getir verið haldinn öðru hvoru, og ert á aldrinum 18-65 ára, kannt þú að hafa áhuga á að taka þátt í neðangreindri rannsókn. Þú þarft ekki að hafa fengið það endanlega staðfest að þú sért haldinn vandanum til að taka þátt. Með þátttöku í rannsókninni, sem tekur aðeins tvö skipti, færð þú frítt greiningarviðtal og 4000 greiðslu fyrir. Þú stuðlar einnig að framþróun öflugrar meðferðar við félagsfælni og þráhyggjuö og áráttu. Og þú verður búinn að stíga fyrsta skrefið í að gera eitthvað í vandanum! Það eina sem þú þarft að gera er að senda ábyrgðarmanni rannsóknarinnar, Ragnari P. Ólafssyni sálfræðingi á geðsviði Landspítalans tölvupóst og segja að þú hafir áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Það sem verið er að rannsaka er nánar tiltekið hugsanastjórnun meðal fólks með þessi vandkvæði, samanborið við fólk almennt.
Ef þú ert til í að taka þátt, hvetjum við þig til að snara tölvupóst á hann Ragnar á netfangið ragnarpo@lsh.is helst fyrir vikulok (fyrir 14. mars nk.). Rannsóknin er cand.psych.verkefni Kristínar Guðrúnar Reynisdóttur við sálfræðideild Háskóla Íslands.
Með fyrirfram þökk, Sóley D. Davíðsdóttir forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar.