Hefst mánudaginn 13. apríl klukkan 15.00.

Námskeiðið hentar þeim sem finna fyrir vægum til miðlungs miklum kvíða eða depurð og vilja læra leiðir til að hafa áhrif á líðan sína. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um kvíða og depurð, farið yfir tengsl hugarfars, hegðunar og tilfinninga og þátttakendum kenndar leiðir til að endurskoða hugarfar, auka virkni þegar við á, draga úr áhyggjum og takast á við það sem vekur kvíða.

Námskeiðið verður haldið vikulega, alls 6 sinnum.

 

 Verð námskeiðs er 39.000 krónur, sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið.  Ekki er þörf á matsviðtali fyrir námskeið.