Athyglisbrestur heyrir undir röskunina athyglisbrestur með eða án ofvirkni eða ADHD. Áætlað er að 5-8% barna hafi ADHD og 3-4% fullorðinna. Við skulum byrja á að skoða aðeins hvernig ADHD er skilgreint í heild sinni af fagmönnum (sem notast við greiningarviðmið bandaríska geðlæknafélagsins (DSM-IV).
Skilgreining á ADHD
¨ Meiri hreyfiofvirkni/hvatvísi og/eða athyglisbrestur en eðlilegt getur talist miðað við aldur og þroska.
¨ Einkennin þurfa að hafa valdið hömlun fyrir 7 ára aldur.
¨ Einkennin þurfa að hafa verið til staðar í 6 mánuði í tveimur aðstæðum eða fleiri.
Það eru þrír meginflokkar ADHD: Blönduð gerð þar sem einkenni ofvirkni og athyglisbrests fara saman (algengasti flokkurinn, eða 65% eða meira af þeim sem koma til meðferðar), athyglisbrestsgerð og ofvirknigerð (sjaldgæfasti flokkurinn).
- 1.ADHD, blönduð gerð, en þar þarf viðkomandi að hafa 6 eða fleiri einkenni ofvirkni/hvatvísi og 6 eða fleiri einkenni athyglisbrests.
- 2.ADHD þar sem einkenni athyglisbrests eru ríkjandi en þá þurfa 6 eða fleiri af 9 einkennum athyglisbrests að vera til staðar.
- 3.ADHD þar sem einkenni ofvirkni/hvatvísi eru ríkjandi, en þá þurfa 6 eða fleiri af 9 einkennum ofvirkni/hvatvísi að vera til staðar.
Nú verða talin upp grunneinkenni athyglisbrests en þau eru níu talsins:
Einkenni athyglisbrests
¨ Hugar illa að smáatriðum eða gerir fljótfærnislegar villur í starfi eða námi
¨ Á erfitt með að halda athygli við verkefni eða tómstundaiðju
¨ Virðist ekki hlusta þegar talað er til viðkomandi
¨ Fylgir ekki fyrirmælum til enda og tekst ekki að ljúka verkefnum
¨ Á erfitt með að skipuleggja verkefni og athafnir
¨ Forðast verkefni (t.d. í vinnu eða heima) sem krefjast mikillar beitingar hugans
¨ Týnir hlutum sem eru nauðsynlegir til verkefna eða athafna
¨ Auðtrufluð/auðtruflaður
¨ Gleymin(n) í athöfnum daglegs lífs
Nánari fræðslu um ADHD má finna á www.adhd.is en Kvíðameðferðarstöðin
hefur verið í samstarfi við Sigríði D. Benediktsdóttur sálfræðing
(sbenediktsdottir@hotmail.com) um greiningar áADHD en hún stýrir
jafnframt námskeiðinu Tök á tilverunni sem haldið er reglulega við
Kvíðameðferðarstöðina.