Námskeið við svefnvanda
  • Átt þú erfitt með að sofna á kvöldin?
  • Vaknar þú um miðjar nætur eða snemma á morgnana og nærð ekki að sofna aftur?
  • Finnst þér oft að þú fáir ekki nægilega góðan nætursvefn?
  • Ert þú oft þreyttur eða syfjaður á daginn?
  • Hefur þú miklar áhyggjur af svefnleysi og afleiðingum þess?

 

Fimm vikna námskeið við svefnleysi (primary insomnia) er að hefjast á vegum Helenu Jónsdóttur og Sóleyjar D. Davíðsdóttur  sálfræðinga Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar þar sem veitt er fræðsla um svefn, og þátttakendur aðstoðaðir við að breyta svefnhegðun og hugarfari sem grefur undan svefni. Streitu- og áhyggjustjórnun jafnframt kennd.

 

Skráning fer frá í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is .