Sjálfshjálparefni til sölu |
Sjálfshjálparefni til sölu Það er stefna sálfræðinga KMS að auka aðgengi fólks að góðu sjálfshjálparefni á íslensku þar sem það er ýmislegt sem fólk getur gert sjálft til að hafa jákvæð áhrif á líðan sína, fái það fræðslu og leiðbeiningar við hæfi. Hér að neðan má finna meðferðarhandbækur og fræðsluefni sem verið hefur í skrifum og stöðugri endurskoðun við KMS.
Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum
Öryggi í samskiptum: Sjálfshjálparbók við félagskvíða
Árvekni: Hugleiðsluæfingar til vellíðunar. Geisladiskur eftir Odda Erlingsson, sérfræðing í klínískri sálfræði, þar sem kenndar eru leiðir til að bæta líðan og öðlast hugarró með árvekniæfingum sem er tegund af hugleiðslu. Þessar æfingar draga jafnframt úr kvíða og spennu í daglegu lífi séu þær iðkaðar reglulega. Verð: 2000 krónur. Slökun og vellíðan: Slökunaræfingar Geisladiskur eftir Odda Erlingsson, sérfræðing í klínískri sálfræði, þar sem kennd er kerfisbundin slökunartækni sem dregið getur úr kvíða og spennu og fyrirbyggt að spenna hlaðist upp. Verð: 2000 krónur. Til að kaupa annan hvorn diskinn, eða báða, ber að ber að a) millifæra umrædda upphæð á reikning KMS: 0526-04-250876, kt. 690507-2340 og senda tilkynningu um millifærslu á netfang Önnu ritara KMS anna@kms.is b) senda Önnu tölvupóst með titil disksins sem þú vilt kaupa, nafni þínu og heimilisfangi þannig að hún geti sent þér diskinn í pósti.
Tekist á við þunglyndi:Sjálfshjálparbæklingur Um er að ræa 41 blaðsíðna bækling eftir David Westbrook frá Oxford Cognitive Therapy Centre þar sem veitt er fræðsla um þunglyndi og kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til sjálfshjálpar. Bæklingurinn kostar 2000 krónur og er seldur til styrktar Evrópuráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík árið 2011.
|