Klínískar leiðbeiningar um öflugustu meðhöndlun kvíða og þunglyndis sem gefnar eru út af breskum heilbrigðisyfirvöldum (NICE guidelines) hafa nú verið þýddar á íslensku og birtar á vef Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þetta er mikið fagnaðarefni þar sem um er að ræða leiðbeiningar til fagfólks um verklag við meðhöndlun þessara raskana og er markmiðið með klínísku leiðbeiningunum að veita skjólstæðingum bestu fáanlegu meðferð byggt á niðurstöðum rannsókna með sem minnstri áhættu og án óhóflegs tilkostnaðar. Í þessum klínísku leiðbeiningum kemur meðal annars fram að öflugasta meðferðin við ofsakvíða (skelfingarkvíða) og almennri kvíðaröskun sé hugræn atferlismeðferð og beri fyrst að veita þá meðferð sem fyrsta meðferðarinngrip. Þessar klínísku leiðbeiningar má sjá hér: