Viðtal við sálfræðing

Fyrsta viðtal er ávallt greiningarviðtal þar sem farið er yfir stöðuna, vandinn kortlagður og metið hvort þörf sé á fleiri einstaklingsviðtölum eða námskeiði. Stundum er vísað áfram í kjölfar greiningarviðtals ef kemur í ljós að vandi viðkomandi á betur heima hjá öðrum fagaðilum/úrræðum. Viðtölin kosta 14.000 kr.

Nemaviðtal

Litla KMS veitir nemum á lokaári í klínískri sálfræði við HÍ og HR starfsþjálfun. Sem hluti af þjálfun þeirra getur litla KMS boðið upp á viðtalsmeðferð hjá nema. Nemar á Litlu KMS, líkt og allir sálfræðingar KMS og Litlu KMS, eru vikulega í einkahandleiðslu hjá reyndum sálfræðingum og sækja einnig hóphandleiðslutíma 1-2 í viku. Einnig býðst þeim að sitja fræðslufundi sem haldnir eru mánaðarlega hjá sálfræðingum Litlu KMS og KMS. Viðtal hjá nema kostar 7.000 kr. Ef óskað er eftir meðferð hjá nema er best að geta þess í viðtalsbeiðni, hvert og eitt mál er metið með tilliti til þess hvort ráðlegt sé að nemi vinni málið eða reyndari sálfræðingur.

Almennt

Í mörgum tilvikum taka stéttarfélög þátt í að niðurgreiða sálfræðikostnað. Það er misjafnt hve marga meðferðartíma fólk þarf og ræðst það af eðli vandans.

Öll viðtöl miðast við 50 mínútur.

Afbóka þarf viðtalstíma með sólarhringsfyrirvara í síma: 534 0110 eða á netfangið kms@kms.is annars rukkar Litla KMS fyrir hálft viðtal.