Þann 14. október nk. hefst námskeið sem ætlað er foreldrum kvíðinna barna.
Námskeið er byggt á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, en þar er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga. Námskeiðið er haldið á vegum Endurmenntunar í samvinnu við geðsvið Landspítala-háskólasjúkrahúss en nánari upplýsingar má finna á http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/53H13