Næsti hópur hefst fimmtudaginn 13. febrúar 2025 klukkan 12:45 til 14:45.
Meðferðin er ætlað fólki sem glímir við þrálátar áhyggjur og líður illa af þeim sökum.
Ef þú myndir svara eftirtöldum spurningum játandi er líklegt að meðferðin eigi við þig.
Hefur þú oft áhyggjur?
Eru áhyggjur þínar alltof miklar, of tíðar, standa of lengi yfir eða valda þér mikilli vanlíðan?
Átt þú erfitt með að hafa stjórn á áhyggjunum þegar þær eru á annað borð byrjaðar?
Hefur þú óviðráðanlegar og óhóflegar áhyggjur af minniháttar málum?
Finnur þú fyrir líkamlegum einkennum eins og spennu, óróleika, svefntruflunum, einbeitingarerfiðleikum, pirringi, þreytu eða vöðvaspennu?
Trufla áhyggjurnar líf þitt og finnst þér erfitt að njóta stundarinnar?
Hópmeðferðin stendur yfir í níu vikur og samanstendur af fræðslu, æfingum í tímum og heimaverkefnum. Fjöldi þátttakenda takmarkast við hámark 12 manns.
___________________________________________
Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bóka greiningarviðtal fyrir þessa hópmeðferð.
Til að nálgast frekari upplýsingar má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110 eða senda tölvupóst á kms@kms.is